Verkefnið lýsir sér þannig að við áttum að búa til animatronic frá grunni. Við fengum nokkur mörk um hvað við þurftum að gera og hvað við þurftum ekki að gera, eins og að vera með að minnsta kosti eina snúningshreyfingu og eina línulega hreyfingu. Eftir allt það þurftum við að klæða allt og láta það lýta vel út. Til að virkja forritið útbúðum við þrýstinema sem er hannaður til að fara undir mottur og nema þannig hvort einhver stígi á mottuna.
9V batterí fer í línuna með rauða vírnum úr speed controler fyrir hausinn 4x 1.5V batterí fer í línuna með rauða vírnum úr speed controler fyrir hendur Þrýstinemi fer í ground línuna og sömu línu og 1KΩ viðnámið
- Við hefðum getað skipt verkum strax í byrjun verkefnisins og þannig náð að gera allt sem við ætluðum okkur.
- Við hefðum getað skipulagt útlitið betur þannig allt myndi passa saman.
- við hefðum átt að nota þynnri pappa í þrýstinemanum svo hann yrði ekki svona þykkur og nánast ónothæfur undir mottu.
- Klæðnaðurinn var mjög 'last minute' svo hann er ekki jafn flottur og hann gæti verið.
- Við gætum sett hreyfingu í kjálkann.
- Við gætum sett ljós í augun.
- Við gætum forritað hann þannig að hreyfingarnar gerist á sama tíma og eru því raunverulegri.
- Við gætum fundið hvítar hendur sem passa betur við höfuðið.
- Við gætum keypt nýja hauskúpu sem er ekki götótt.
Benedikt Sólon Jónsson, Ísak Máni Guðmundsson, Þorvaldur Breki Lárusson. VESM1VS. Vor 2022