Nemendur fást við hinar ýmsu hliðar í vefþróun. Nemendur mynda hópa til þess að búa til vefapp. Við hópavinnuna nota nemendur Agile aðferðir á borð við notendasögur, verkefnalista, stöðufundi og spretti. Notast er við hlutbundna aðferðafræði og MVC mynstur í vefforritun ásamt notkun beininga (e. Routing). Rammar (e. frameworks) og söfn eru skoðuð og notuð til að einfalda verk og við þróun lausna.
Hér eru nokkur nemendaverkefni úr áfanganum.